Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Breytingar á Víðisliðinu

Örlitlar leikmannabreytingar urðu nú í nýliðnum „félagsskiptaglugga“ sem opinn var núna í júlí. Albert Karl Sigurðsson fór frá okkur í Þrótt í Vogum og serbarnir tveir sem leikið höfðu með okkur í sumar yfirgáfu liðið og reyna nú fyrir sér á öðrum vígstöðvum. Óskum við Víðismenn þessum leikmönnum  velfarnaðar hjá nýjum liðum.

 Í stað þeirra komu þrír leikmenn til Víðis frá öðrum líðum.  Frá Keflavík komu aftur  Viðismennirnir Sigurður Gunnar Sævarsson  og Viktor Gíslason og fögnum við því vel og innilega og vonum að þeir finni sig með sínu gamla liði því sem eftir lifir móts. Einnig kom nýr markmaður frá Þrótti Reykjavík Henryk Forsberg Boedker.

Áfram Víðir !