Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Staðan í 2. deildinni

Með leiknum við Reyni Sandgerði í kvöld eru eftir níu leikir af mótinu og mikilvægt að taka sem flest stig úr þeim leikjum sem eftir eru ef ekki á illa að fara.

Staðan er þannig að Víðir og ÍH sitja í 10. og 11. sæti í deildinni með 12 stig, en 5 stig eru í næsta lið sem er Hamar í Hveragerði. Viðismenn eiga þó einn leik inni þar sem leik við Völsung á Húsavík sem fara átti fram þann 28. Júlí s.l. var frestað til 18. ágúst n.k. Aðeins eitt lið er neðar í töfluröðinni en það er lið KV sem einungis hefur krækt í 3 stig í sumar. Koma svo Víðismenn !