Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Opnun heimasíðu

Í dag 6. ágúst 2010 opnar knattspyrnudeild Viðis sína opinberu heimasíðu „vidirgardi.is“ .  Viðismaðurinn Franz Eiríksson hannaði síðuna og setti upp, en Guðbrandur J. Stefánsson íþróttafulltrúi í Garðinum safnaði upplýsingum og myndum á síðuna. Stjórn Víðis þakkar öllum þeim sem komið hafa með nýtt og gamalt efni sem að einhverjum hluta er nú komið inn á síðuna.

Svona heimasíða er mikil heimildasöfnun um starf og sögu félagsins og því mikilvægt að Víðismenn sameinist um að hafa síðuna virka og lifandi.  Enn á eftir að finna fréttahauka til að koma fréttum af starfi Víðis reglulega inn á síðuna. Meira sögutengt efni verður sett inn á síðuna þegar fram líða stundir.

Heimasíður eru í stöðugri þróun og þeir sem áhuga hafa á að  koma að því að efla síðuna og eða hafa hugmyndir eða athugasemdir um síðuna, geta haft samband við Guðbrand á bæjarskirfstofunni í Garðinum.

Áfram Víðir