Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap fyrir Reyni

Víðir – Reynir  0 – 2  
6. ágúst 2010 

Enn eitt tapið leit dagsins ljós hjá okkur Víðismönnum og nú fyrir erkifjendunum í Sandgerði. Leikurinn mótaðist nokkuð af aðstæðum en rigning og sunnan strekkingur gerði leikmönnum erfitt fyrir. Heilt yfir voru Reynismenn ívið sterkari í leiknum og áttu hættulegri færi. Víðismenn léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik og áttu þá nokkur færi sem með smá heppni hefðu getað sett okkur Víðismenn í góða stöðu í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Í seinni hálfleik léku Reynismenn undan sterkum vindi og skoruðu þá tvö mörk, en Aron Reynisson og Hafsteinn Rúnarsson skoruðu mörk Reynismanna.

Nú þurfa Víðisdrengir, þjálfari og stjórn og áhangendur liðsins, sem aldrei fyrr í sumar, að þjappa sér saman um að standa af sér þessa taphrinu og breyta gengi liðsins. Nú fyrst reynir á menn að sýna karakter og standa á bak við hvern annan jafnt inn á vellinum sem og utan vallar.

Áfram Víðir !