Jakob Már Jónharðsson er hættur þjálfun 2. deildarliðs Víðis úr Garði en þetta kom fram í tilkynningu frá félaginu í morgun.
Það var sameiginleg niðurstaða félagsins og Jakobs að hann láti af störfum núna en liðið tapaði fyrir Reyni í gærkvöldi.
Víðir er í 10. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og ÍH sem er í 11. sæti sem er fallsæti.
Ekki er enn ljóst hver tekur við starfinu af Jakobi en félagið leitar nú að eftirmanni hans.