Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap gegn ÍH

Við settum okkur í þá leiðinlegu aðstöðu að sitja eftir í fallsæti með því að tapa 0 – 1 fyrir ÍH á Ásvöllum í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn þó ÍH menn hafi átt hættulegri færi. Svekkjandi fyrir okkur Viðismenn, en vonandi nær hinn nýji þjálfari Njáll Eiðsson að húrra upp hugsunarhátt drengjanna og koma þeim í sigurgírinn.

Næstu tveir leikir verða á útivelli. Sá fyrri þann 18. á móti Völsungum á Húsavík og svo þann 21. á móti Hamar í Hveragerði.

Næsti heimaleikur liðsins er laugardaginn 28. ágúst á móti Hetti Egilsstöðum og hvetjum við alla Víðismenn nær og fjær til að láta sjá sig á vellinum og styðja liðið.

Áfram Víðir.