Víðismenn léku í dag við Hvöt frá Blönduósi og höfðu sigur 3 – 1 (1 -1) í hröðum og blautum leik, en nokkuð ringdi í Garðinum í dag. Við lékum undan vindi í fyrri hálfleik og skoraði Daníel Frímannsson glæsilegt skallamark eftir hnitmiðiða sendingu utan af kantinum frá Birni Vilhjálmssyni. Hilmar Þór Kárason jafnaði leikinn fyrir Hvatarmenn stuttu seinna og stóðu leikar 1-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik náðum við síðan að bæta við tveimur mörkum og setti Þorstein Þorsteinsson þau bæði. Nokkra breytingu mátti sjá á Víðisliðinu í leiknum hvað varðar baráttu, þolinmæði og samvinnu. Víðismenn voru mun meira með boltann í seinni hálfleik og máttu Hvatarmenn síns lítils gegn samstilltu liði Víðismanna.
Hér má sjá upplýsingar og stöðuna í 2. deildinni:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=20605
Næsti leikur okkar manna er á Húsavík núna á miðvikudag. 18. ágúst kl. 18:00
Áfram Víðir