Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap fyrir Völsungum

Ekki tókst að ná tveimur sigrum í röð því liðið tapaði í kvöld fyrir Völsung á Húsavík 1 – 2. Leikurinn byrjaði þó vel fyrir okkur því Björn komst einn á móti markmanni og kláraði færið glæsilega. 1 – 0 fyrir Víði og þrjár mínútur búnar af leiknum. Völsungsmenn gáfust ekki upp og komust rólega inn í leikinn og skoruðu glæsilegt skallamark þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Okkar mönnum brá aðeins við þetta og náðu Völsungsmenn að setja annað mark áður en flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var nokkuð jafn og færi á báða bóga en hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum.

Næsti leikur er á núna á laugardag kl. 13:00 í Hveragerði við Hamar. Nú er um að gera að drífa sig í Hveragerði á blómadaga og styðja liðið í leiðinni.

Áfram Víðir