Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Hætta á ferðum

Eftir tap okkar gegn Hamri I Hveragerði nú um helgina, blasir fallsæti við þar sem ÍH liðið gerði 2-2 jafntefli við KV s.l. fimmtudag.  Þar með komust ÍH-menn í 16 stig en við sitjum eftir í næst neðsta sæti með 15 stig.  Hamarsmenn náðu með þessum sigri að komast  í 20 stig og hafa nú fjögurra stiga forskot á ÍH.

Markatölumunur eða munur á skoruðum mörkum og þeim sem skoruð eru á okkur eru okkur í hag á móti ÍH, en við höfum skorað 26 mörk en fengið á okkur 31 sem gerir – 5, en ÍH-menn hafa einungis skorað 18 en einng fengið á sig 31 mark sem gerir þá -13 mörk. Þetta telur þó aðeins ef liðin enda jöfn að stigum í lok móts. 

Fjórir  leikir eru nú eftir og ef við Víðismenn ætlum ekki að fara niður um deild er bara eitt í stöðunni, en það eru sigrar. Engin jafntefli né töp í boði.

Þeir leikir sem við Víðismenn eigum eftir eru eftirfarandi:

Lau. 28. ágúVíðir – HötturGarðsvöllurkl. 14:00
Lau. 04. septBí/Bolungarvík – VíðirTorfanesvöllurkl. 14:00
Lau. 11. septVíkingur Ó.  – VíðirÓlafsvíkurvöllurkl. 14:00
Lau. 18. septVíðir  - KVGarðsvöllurkl. 14:00

Þeir lekir sem okkar helstu keppinautar ÍH eiga eftir:

Lau. 28. ágúKS/Leiftur - ÍHÓlafsfjarðarvöllurkl. 14:00
Lau. 04. septÍH – AftureldingÁsvellirkl. 14:00
Lau. 11. septVölsungur  - ÍHHúsavíkurvöllur               kl. 14:00
Lau. 18. septÍH – Reynir SandÁsvellirkl. 14:00

Stjórn deildarinnar hvetur alla Víðismenn hvar á landi sem þeir eru til að taka þennan lokaslag með liðinu og mæta á leikina og láta vel í sér heyra. Munum að eyða púðrinu í að hvetja leikmenn liðsins, en leyfa dómurum og línuvörðum að sinna sínum störfum !

Áfram Víðismenn !