Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Allir á völlinn

Á morgun kl. 14:00, laugardaginn 28. ágúst, spila Víðismenn við Hött frá Egilsstöðum hér á Víðisvellinum. Leikurinn skiptir miklu máli fyrir liðið þar sem baráttan á botninum er hnífjöfn og ekkert lið vill falla niður um deild. Áhorfendur skipta miklu máli í þessu og geta gefið leikmönnum þá innspítingu sem þarf í að klára svona leiki.

Hér neðar á síðunni má sjá stöðu mála hjá liðinu. Hvaða leikir eru eftir og hversu jöfn keppnin er.

Stjórn og lekmenn vonast til að sjá sem flesta Garðbúa á vellinum á morgun.

Áfram Víðir !