Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fyrsta jafnteflið í sumar

Fyrsta jafnteflið í sumar leit dagsins ljós hér á Víðisvellinum í dag í brakandi blíðu Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið og markalaust jafntefli staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn og úrstitin kannski sanngjörn, en með smá heppni hefðum við auðveldlega getað þennan leik. Tvisvar í leiknum komumst við einn á móti markmanni og náum ekki að koma tuðrunni í netið. Það munar um hvert stig í þessum botnslag og drengirnir ásamt þjálfara ákveðnir í að spila næsta tímabil í 2. deildinni.
Ánægjulegustu tíðindi dagsins voru þau að Einar Karl Viljhjálmsson lék á ný með Víði eftir langa fjarveru vegna slyss sem hann lenti í fyrir margt löngu.  Óskum honum til hamingju með batann og ánægjulegt að sjá hann á ný í víðisbúningnum
Næsti leikur hjá liðinu verður laugardaginn 4.september kl. 14:00 á Torfanesvelli á Ísafirði á móti BÍ / Bolungarvík 

Áfram Víðir !