Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Bolungarvík um helgina

Nú um helgina mun lið Víðis fara á Ísafjörð og spila við BÍ/Bolungarvík. Leikurinn verður kl 14:00 á laugardag og verður leikið í Bolungarvík en ekki á Torfanesvelli á Ísafirði eins og upphaflega var áætlað. Mikilvægt er að ná inn stigum í botnbaráttuna. Einhverjir leikmenn eru að glíma við minniháttar meiðsli, en sennilegt er að menn harki af sér og ætli sér að skila stigum í hús.

Á sama tíma fá ÍH menn okkar helstu keppinautar lið Aftureldingar í heimsókn á Ásvelli.

Koma svo Víðisdrengir. Nú er ekkert annað en að þjappa sér saman og spila sama boltann allir sem einn.

Áfram Víðir !