Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Tap í Bolungarvík

Lið okkar Garðbúa tapaði fyrir BÍ/Bolungarvík 4-2 í blíðskaparveðri í Bolungarvík.í dag. Útlitið er nú orðið svart í botnbaráttunni fyrir okkur.  BÍ menn hinsvegar tryggðu sig upp um deild með þessum sigri og óskum við Víðismenn þeim til hamingju með þann árangur.

Við byrjuðum leikinn skynsmalega og láum til baka og reyndum skyndisóknir þar sem í lið okkar vantaði marga lykilmenn. en Bjarki, Hörður, Helgi, Georg og Björn komust ekki vestur vegna meiðsla eða veikinda.

Tveir hjá okkur meiddust í leiknum og þurftu að yfirgefa völlinn. Róbert fékk knöttinn í höfuðið beint úr aukaspyrnu, snemma í leiknum, þar sem hann stóð í varnarvegg og seinna í leiknum þurti Einar Karl einnig að yfirgefa leikinn vegna meiðsla.

Í hálfleik var staðan 2 - 0 fyrir heimamenn en við náðum að minnka munin á 48 mín. í 2- 1 og skoruðum síðan mark skömmu seinna sem dæmt var af.  Bí-menn bættu síðan  við tveimur mörkum og settu stöðuna í 4 - 1. Við klóruðum í bakkann og náðum að bæta við marki á 83 mínútu. Lokastaða 4-2.  Mörk okkar skoruðu Daníel Ómar Frímannsson og þorsteinn Þorsteinsson


Næsti leikur er eftir viku við Víking Ólafsvík og höfum við harma að hefna gegn þeim þar sem síðasti leikur við þá, sem fram fór hér  á Víðisvellinum fyrr í sumar, tapaðist á ævintýralega hátt með dyggrii aðstoð dómara þess leiks. Átti sá dómari sennilega sinn versta dag í dómgæslunni. Taka verður þó fram að dómarinn dæmdi fyrri hálfleik þess leiks mjög vel.  Fer sá leikur í sögubækurnar sem einn af skrautlegri  leikjum sumarsins og sennilega í sögu Víðis og Víkings í Ólafsvík.
 
Áfram Víðir !