Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Þjálfaraleit. Víðir og Reynir Sandgerði í samstarf

Unglingaráð Knattspyrnudeildar Reynis Sandgerði og Víðis Garði auglýsir eftir þjálfara fyrir 3. og 4.flokk karla.

Viðkomandi verður að geta hafið störf 1.október og æskilegt er að hann hafi reynslu af þjálfun og þjálfaramenntun.

Æfingar verða til skiptis í Garði og Sandgerði og með þessu samstarfi er von beggja aðila að hægt verði að tefla fram sterkum 11 manna liðum næsta sumar. En bæði Víðir og Reynir hafa verið með 7 manna lið undanfarin ár.

Áhugasamir hafi samband við Ómar í síma 869-2068 eða Björn 898-8283