Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Lokaleikur og lokaball

Laugardagskvöldið 18. september ætla leikmenn og stjórn Víðis ásamt boðsgestum, að létta sér lund með mat og drykk fram eftir kvöldi í Samkomuhúsinu í Garðinum.

Fjörugt en árangurslítið sumar er að baki og mun fótboltasumarið 2010 að öllum líkindum verða gleymt eftir þetta öfluga lokaball Víðis.

Húsið verður opnað fyrir allt skemmtilegt fólk kl. 23:30 og kostar 1500kr. inn.

Áfengi verður ekki selt á ballinu.

Áfram Víðir!