Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur í síðasta leik tímabilsins

Nú dag kl. tvö lauk síðasta leik Víðis þetta sumarið. KV menn mættu rétt fyrir leik, og hituðu upp með því að leggjast í vörn í byrjun leiks. Við vorum meira með boltann og sóttum grimmt, en allt kom fyrir ekki, KV náði að setja fyrstu tvö mörkin. Það fyrra úr hraðaupphlaupi þar sem við vildum nú sjá rangstöðu, og það seinna úr hnitmiðuðu skoti fyrir utan teig þar sem boltinn datt yfir markmann okkar og staðan 0-2. KV menn búnir að eiga þrjú skot á markið sem skilaði tveimur mörkum. Við náðum að minnka muninn fyrir hálfleik en 1-2 var staðan þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.

Strax í byrjun seinni hálfleiks náum við að jafna leikinn í 2-2  en KV menn komust í 2-3 ekki löngu eftir það. Víðisdrengir gafust ekki upp í dag og neituðu að fara á ball í samkomuhúsinu í kvöld með tap á bakinu.
Settum við tvö mörk áður en yfir lauk og sigruðum 4-3.

Mörk Víðis í dag skoruðu

Einar Karl 1
Goran Lukic 2
Þorsteinn Þorsteinsson 1

Allir á ball í kvöld í Samkomuhúsinu. Húsið opnar kl. 23:00  1500kr inn.

Áfram Víðir