Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fréttir af þjálfara og leikmannamálum

Þessa dagana situr stjórn Víðis og veltir fyrir sér þjálfaramálum, nokkur stór nöfn hafa sýnt starfinu áhuga og verður að segjast að það sé ákveðinn heiður fyrir Víðir að stærri nöfn sýni þessu starfi áhuga, það kannski segir hversu stórt félagið er þó svo félagið spili á næsta ári í 3.deild.

 

 

Það ætti að skýrast á næstu dögum, vikum, hver tekur við liðinu. Við á VíðirGarði.is munum að sjálfsögðu greina nánar frá því þegar að því kemur.

En að leikmannamálum, staðan er sú að einhverjir leikmenn sem spiluðu í sumar koma til með að vera áfram en einnig hafa sést á æfingum menn eins og Jón Ragnar og Atli Rúnar. Það er vonandi að þeir haldi áfram af krafti, því ljóst er að í þeim er mikill styrkur.