Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Íslandsmótið í Futsal að hefjast.

Núna á morgun hefst Íslandsmótið í Futsal knattspyrnu, fyrsti leikur Víðis er á móti Vængjum Júpíters og fer fram í íþróttahúsinu í Garðinum og hefst leikurinn klukkan 14:00. Víðismenn hafa náð góðum árangri í þau 3 skipti sem Futsal hefur verið haldið á Íslandi og hafa verið áskrifendur af 2.sætinu, En vonandi koma Víðismenn til með að segja upp þeirri áskrift og færa sig yfir í gullið.

Mikill uppgangur er í Futsal á Íslandi og hafa aldrei fleirri lið tekið þátt í meistaraflokk karla eða 19 talsins, þar af tvö úrvalsdeildarfélög, Keflavík og ÍBV, einnig má finna þarna sofandi risann af skaganum ÍA og síðan Grafarvogspilta í Fjölni. Á síðasta ári sigraði Keflavík okkar menn í Víði í hörkuspennandi úrslitaleik sem endaði 6-5 fyrir Keflavík.

KSÍ tók þá ákvörðun að skrá til leiks landslið Íslands í Futsal og var þjálfari liðsins tilkynntur í dag og er það þjálfari núverandi íslandsmeistara í futsal, Willum Þór Þórsson sem tekur við liðinu. Augljóslega er mikill metnaður hjá KSÍ hvað varðar þessa íþrótt sem hefur ekki verið litin björtum augum hjá mörgum íslendingum sem sakna gamla góða innanhúsboltans.

Í lokin hvetjum við alla Víðismenn og aðra áhugamenn um fótbolta að leggja leið sína í Garðinn og sjá skemmtilegan fótboltaleik.