Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur í fyrsta leik íslandsmótsins í Futsal 2011.

Fyrsti leikur Íslandsmótsins í Futsal 2011 fór fram í dag í íþróttamiðstöðinni í Garðinum þegar Víðir tók á móti Vængjum Júpíters sem koma úr Grafarvoginum. Spennustigið var hátt og voru heimamenn verulega ryðgaðir í byrjun. Staðan í hálfleik var 2-4 fyrir gestina, en Gísli Heiðarsson sem stjórnaði Víðismönnum í dag las vel yfir hausmótunum á sínum strákum því allt annað lið mætti til leiks í síðari hálfleik og fór svo að Víðismenn unnu 11-6 eftir. Einn heimamaður fékk að lýta rauða spjaldið og var það Einar Daníelsson.

Næsti leikur Víðis verður á laugardaginn næstkomandi þegar Keflvíkingar koma í heimsókn og hefst leikurinn kl 14:00.