Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Stórtap í gær.

Víðismenn riðu ekki feitum hesti frá viðureign sinni við Keflavik í gærkvöldi. Leikið var hér í íþróttamiðstoðinni og þó nokkur fjöldi áhorfenda mætti á leikinn. Leikurinn endaði 7 - 22 fyrir Keflavík og verður ekki fjölyrt meira um leikinn hér. Tölurnar tala sínu máli. 

Nokkuð sérstök úrslit þar sem liðin léku á móti hvoru öðru 15. nóvember s.l. og endaði sá leikur 6 - 9 fyrir Keflavík þar sem Víðismenn leiddu hluta af leiknum.

Dómarar leiksins voru þeir Ægir Magnússon og Eðvarð Atli Bjarnason og verður þeim varla kennt um tapið

 

Keflavikurliðið sem lék í gær.

(Biðjumst afsökunar á gæðum myndarinnar.  Frekar óskýr og það sést ekki í þjálfara og formann Keflavikur sem einnig eru á myndinni) Tæknilegt vandamál.