Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðisfundur

Þann 5. janúar s.l. komu saman til fundar í Víðishúsinu, stjórn Víðis, unglingaráð Víðis, formaður og varaformaður æskulýðsnefndar ásamt íþróttafulltrúa bæjarins. Íþróttafulltrúi hélt stutta tölu um ýmislegt í starfi Víðis og lagði til hugmyndir um hvernig breyta  mætti

ýmsu í starfinu með það að markmiði að efla starfið.  Leiddi spjallið af sér  skemmtilegar umræður langt fram eftir kvöldi þar sem fundarmenn ákváðu að velta ýmsu upp í starfi Víðis og m.a.  skoða stefnu og raunhæf langtimamarkmið sem Víðismenn vilja sjá á næstu árum.

Áfram Víðir !