Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Bæjarstórn heiðrar Íslandsmeistara Víðis

Eins og ljóst er þá eignuðust Víðismenn sína fyrstu Íslandsmeistara í yngri flokkum félagsins nú í byrjun febrúar, þegar 5.flokkur kvenna varð Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu eða futsal.

Þar sem stúlkurnar hafa stimplað sig rækilega í sögu Víðis með þessum árangri sínum fannst bæjarstjórn viðeigandi að vekja athygli á árangri stúlknanna og setti upp stutta  athöfn í Gerðaskóla þeim til heiðurs.

Nemendur skólans komu saman á sal fylgdumst með þar sem landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands og Hólmfríður Magnúsdóttir einn leikmanna knattspyrnulandsliðsins afhentu stúlkunum sérmerktar styttur  sem bæjarstjórnin hafði látið gera.

Stúlkurnar fengu svo tækifæri til að spjalla við Hólmfríði sem leikur sem atvinnumaður í knattspyrnu í bandaríkjunum þessa stundina.

 

Íslandsmeistarar Víðis í innanhússknattspyrnu 2011.

Aníta Mist Albertsdóttir
Brynja Pálmadóttir
Helma Rún Magnúsdóttir
Lára Hanna Halldórsdóttir
Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
Stígheiður Sól Einarsdóttir
Særún Björgvinsdóttir
Viktoría Sól Sævarsdóttir
Þjálfari liðsins er Einar Daníelsson.

 

Hólmfríður Magnúsdóttir x 2
Liðið með styttunar.                            Hólmfríður Magnúsdóttir x 2