Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fjölmennur aðalfundur

Aðalfundur Víðis fór fram í kvöld í Víðishúsinu þar sem fjöldi manns mætti og tók þátt í störfum aðalfundar..

Ein breyting varð á stjórn knattspyrnufélagsins en Friðrik Alexandersson gekk úr stjórn og inn í hans stað kom Jón Ragnar Ástþórsson.

 

Unglingaráð félagsins breyttist heldur meira en þar gengu allir úr stjórn nema Björn Vilhelmsson.

Nýtt unglingaráð félagsins er því skipað þannig.

Formaður: Sævar Leifsson
Varaformaður: Guðríður Brynjarsdóttir
Gjaldkeri: Björn Vilhelmsson
Ritari: Helga Hjálmarsdóttir
Meðstjórnandi: Sigurdís Benónýsdóttir
Meðstjórnandi Díana Rut Sigtryggsdóttir
Meðstjórnandi: Guðni Ingimundarson

Líflegar umræður urðu undir liðnum önnur mál um stöðu Víðis, næstu skref og  framtíðarhorfur.

 

Áfram Víðir

.