Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Knattspyrnutímabilið 2011 hafið.

Síðustu helgi fóru fram fyrstu leikir tímabilsins er fyrsta umferð Lengjubikarsins hófst.
Víðismenn spiluðu sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum síðastliðin laugardag.
Leikið var á móti 2.deildar liði Árborgar og endaði leikurinn 3-1 fyrir
okkar mönnum í Víði. Árborg skoraði fyrsta mark leiksins en það kom eftir
hornspyrnu og klafs í vítateig Víðismanna sem endaði með því að boltinn
hrökk af einum Víðismanni og í bláhornið. Víðismenn mættu þó mun grimmari
til leiks í síðari hálfleik og uppskáru þrjú mörk.

Mörk Víðismanna gerðu þeir Magnús Ólafsson, Davíð Örn Hallgrímsson og Hákon Stefánsson.

Byrjunarlið Víðis í leiknum: Rúnar Dór Daníelsson, Georg K. Sigurðsson,
Atli Þór Jóhannsson, Einar Daníelsson, Ólafur Ívar Jónsson, Jón Ingi
Skarphéðinsson, Atli R. Hólmbergsson, Viktor Gíslason, Gunnar Hilmar
Kristinsson, Magnús Ólafsson, Davíð Örn Hallgrímsson. Varamenn sem komu
allir við sögu í leiknum: Jón Ragnar Ástþórsson, Sigurður Elíasson, Hákon
Stefánsson, Ómar Þ. Hjaltason.

Næsti leikur er æfingaleikur á föstudaginn gegn Berserkjum í Reykjavík. En
næsti leikur í Lengjubikarnum er gegn KB laugardaginn 26.mars kl.12 í
Reykjaneshöllinni.

Hvetjum alla Víðismenn til að kíkja við og sjá þetta nýja lið með nýjum þjálfara, sem Víðir er að stilla upp
Svo sannarlega spennandi sumar framundan. .

Áfram Víðir !