Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Borgarslagurinn tapaðist í fjörugum leik.

Leikur Víðis og Reynis byrjaði með miklum látum og ekki alveg eins og við ætluðum en  Reynismenn komust í 2-0 eftir um 20 mínútna leik. 
Við jöfnuðum 2-2  fljótlega með tveimur mörkum frá Hafsteini Rúnarssyni (sjá mynd) sem fékk keppnisleyfi með Víði þennan dag, en hann lék með Reynismönnum í fyrra. Þannig var staðan í hálfleik.

Reynismenn skoruðu svo mark fljótlega í seinni hálfleik og við það pressuðum við nokkuð vel en það kostaði að vörnin opnaðist og Reynismenn náðu að bæta við marki og lokastaðan 4-2 fyrir Reyni.

Liðið var þannig í gær:

Rúnar Dór Daníelsson - Andri Þór Guðjónsson, Atli Rúnar Hólmbergsson, Gunnar Hilmar Kristinsson, Georg Sigurðsson - Viktor Gíslason, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Jón Ragnar Ástþórsson), Helgi Sigurjón Ólafsson (Ómar Þröstur Hjaltason), Björn Bergmann Vilhjálmsson (Jón Ingi Skarphéðinsson) (Hákon Stefánsson) - Magnús Ólafsson, Davíð Hallgrímsson

Nokkuð verk er eftir í að slípa þennan nýja hóp knattspyrnumanna saman, fyrir komandi átök í þriðju deildinni í sumar og einhverjir leikmanna Víðis eiga nokkuð í land með líkamlegt form til að klára nítíu mínútna knattspyrnuleik.

Áfram Víðir !