Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Vel heppnuð helgi.

Gífurlegt fjör var á karla- og konukvöldi okkar Víðismanna en karlarnir tóku fyrri hálfleikinn á Flösinni þar sem Einar Mikael fíflaði mann og annan með göldrum, Steinn Ármann í Elvis gervi fór á kostum og höfðinginn Jón Borgars sem fór með gamanmál. Addi rokk sá um tónlistina, Gísli Gísla um veislustjórn og Ási á Flösinni um matinn. Uppskrift sem getur vart klikkað.

Konurnar tóku fyrri hálfleikinn í Samkomuhúsinu, en Víðiskonur sáu sjálfar um matseld og skreytingar, Einar Mikael hrekkti konurnar með sínum brögðum,  Jogvan bræddi nokkrar konur með ljúfum söng og Hermann Ingi sá um tónlistina.

Sævar Baldurs kom síðan og flutti karlana yfir á konukvöldið í kvennafans og Siggi Hlö sá um að hrista hópinn saman. Hélt karlinn dansgólfinu þéttu í ríflega tvo tíma án pásu. Geri aðrir betur.

Stjórn Víðis þakkar kærlega öllum sem komu að skipulaginu með okkur, öllum þeim sem gáfu vinninga í happadrætti og málverk í málverkauppboðin og ekki síst öllum þeim gestum sem komu og skemmtu sér með okkur.

Áfram Víðir !