Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur gegn Aftureldingu

Okkar menn sigruðu Aftureldingu 2-1 í Lengjubikarnum í gær laugardag en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.

Víðismenn byrjuðu leikinn betur og átti nokkur úrvalsfæri á fyrstu mínútunum.Magnús Ólafsson átti skot í innanverða stöng og einnig sluppu bæði

Magnús og Eiríkur Viljar Kúld einir í gegn en náðu ekki að koma boltanum í netið. Það var því þvert gegn gangi leiksins þegar að Afturelding komst yfir eftir tuttugu mínútna leik. Leikurinn var nokkuð jafn eftir þetta og var staðan 0-1 Aftureldingu í vil í leikhléi.

Um miðjan síðari hálfleik náðu Víðismenn svo að jafna leikinn. Magnús Ólafsson fékk sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar og náði góðu skoti sem small í þverslánni og barst boltinn út í teig á Davíð Örn Hallgrímsson sem tók við boltanum, lék á varnarmann og lagði boltann í autt markið, laglega gert.

Það var svo um fimm mínútum fyrir leikslok sem að Björn Bergmann Vilhjálmsson átti fyrirgjöf sem leikmaður Aftureldingar fékk í hendina þegar hann ætlaði að skalla frá og vítaspyrna réttilega dæmd. Davíð Örn Hallgrímsson steig á punktinn og skoraði örugglega úr spyrnunni. 2-1 sigur því staðreynd í síðasta leik Víðismanna riðlakeppni Lengjubikarsins.

Með sigri á Aftureldingu gátum við Víðismenn náð öðru sætinu í riðlinum en þá þurftu KB-menn að tapa fyrir ÍH. Okkur tókst okkar verk en Þar sem KB-menn sigruðu ÍH 1-0 þá varð annað sætið þeirra og Afturelding hélt efsta sætinu.

Hér má sjá lokaniðurstöðuna í Riðlinum:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=23908

Lið Víðismanna í dag:

Rúnar Dór Daníelsson - Andri Þór Guðjónsson (Hákon Stefánsson), Atli Rúnar
Hólmbergsson, Georg Sigurðsson, Ólafur Ívar Jónsson - Björn Bergmann
Vilhjálmsson, Helgi Sigurjón Ólafsson (Jón Ragnar Ástþórsson), Viktor
Gíslason, Eiríkur Viljar Kúld (Ómar Þröstur Hjaltason) - Magnús Ólafsson
(Einar Daníelsson), Davíð Hallgrímsson.

Einar D