Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Magnús með þrennu í bikarsigri.

Víðir og Hómer áttust við í fyrstu  umferð Valitor bikarsins í Reykjaneshöllinni í dag. Víðismenn voru töluvert sterkari aðilinn allan leikinn en náðu þó ekki að skora í fyrri hálfleik þrátt fyrir mörg fín færi.

Víðismenn skoruðu fyrsta mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks og eftir það opnuðust allar flóðgáttir og urðu lokatölur 7-0. Hómer fékk þó tækifæri til að minnka muninn í blálokin þegar þeir fengu vítaspyrnu en skutu hátt yfir.

Mörk Víðis:
1-0. Einar Daníelsson
2-0. Davíð Hallgrímsson (víti)
3-0. Davíð Hallgrímsson
4-0. Eiríkur Viljar Kúld
5-0. Magnús Ólafsson
6-0. Magnús Ólafsson
7-0. Magnús Ólafsson

Lið Víðis í dag:
Rúnar Dór Daníelsson - Georg Sigurðsson, Einar Daníelsson, Atli Rúnar Hólmbergsson, Ólafur Ívar Jónsson (Jón Ragnar Ástþórsson) - Viktor Gíslason, Björn Bergmann Vilhjálmsson (Ómar Þröstur Hjaltason), Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Helgi Sigurjón Ólafsson), Eiríkur Viljar Kúld - Davíð Hallgrímsson, Magnús Ólafsson.

   
Gísli í viðgerðum fyrir leik.                         Berbatov "gabbið" hjá Gunna.

 Góðir dómarar leiksins.

ED/GJS

Áfram Víðir !