Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Skemmtilegur Víðisdagur að baki.

Glæsilegur Víðisdagur að baki.

Skemmtdagskráin
Skemmtilega tókst til með afmælishátíð Víðis um helgina. Dagurinn hófst á skemmtilegum ratleik sem Gauja hafði sett upp og mætti fjöldinn allur af krökkum og tók þátt. Víðisfánarnir úr ratleiknum sem voru um allan bæ.settu svip sinn á bæinn. Ratleikurinn endaði á fótboltavellinum að þar tóku við leikir og vítaspyrnukeppni undir vaskri stjórn íþróttakennarana Gauju og Laufeyjar. Unglingaráð grillaði pulsur þar sem fjöldi krakka og gesta kom saman og borðaði SS pulsur.


Fyrsti leikur sumarsins
Fyrir leikinn afhentu Landsbankamenn samtökunum "Karlar og krabbamein" 500þús. krónur, en Víðismenn völdu þau samtök til að styrkja og er kennimerki samtakana framan á nýjum búningum Víðis.

Kl. 14:00 hófst svo fyrsti leikur sumarsins í þriðju deildinniu en Vængir Júpíters sóttu Víði heim á Garðsvöllinn. Leikurinn var nokkuð jafn svona heilt yfir en Víðismenn þó beittari í sínum sóknum og nýttu sín færi töluvert betur því leikurinn vannst  5-1. Júpíters menn fengu þó sín færi en Víðismenn heppnir að þeir nýttu ekkert þeirra, en mark þeirra kom úr víti sem aðstoðardómari leiksins dæmdi réttilega.  Frítt var á leikinn og öllum gestum boðið kaffi og meðlæti í hálfleik.

Markaskorar Víðis:
Óli Ívar 1
Magnús Ólafsson 1
Eiríkur Viljar Kúld 3

Tæknidiskur KSÍ
Eftir leikinn komu yngri iðkendur Víðis saman í grasstúku vallarins og fengu að gjöf frá KSÍ nýjan tæknidisk sem að KSÍ hefur látið gera og allir knattspyrnuiðkendur, 15 ára og yngri, á Íslandi fá gefins frá sambandinu. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari A-landsliðs karla kom í Garðinn og afhenti hverjum og einum iðkenda sinn disk.

Hátíðarkaffi var svo í Víðishúsinu eftir leik þar sem eldri leikmenn sem og fyrrum þjálfarar og stjórnarmenn komu saman og rifjuðu ýmislegt skemmtilegt upp úr starfi Víðis í gegnum árin.

Deginum lauk svo með balli í Samkomuhúsinu um kvöldið þar sem fjöldi gesta dansaði undir spilamennsku Hermanns Inga sem er engum líkur þegar kemur að fjölbreytni í spilamennsku. Tom Jones, Prince,  Bó Halldórs. og ýmsir aðrir tónlistarmenn steinliggja allir hjá Hermanni.

Stjórn og unglingaráð vill þakka öllum sem mættu og tóku þátt í deginum.
KSÍ, Landsbankanum og öllum þeim er koma að starfi Víðis með einum eða öðrum hætti.

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá fleiri myndir frá deginum: http://www.facebook.com/profile.php?id=100001415647739

Áfram Víðir !