Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Ósanngjarnt jafntefli gegn Augnablik

Í gær léku Víðismenn við Augnablik og gerðu jafntefli þar sem hvort lið gerði þrjú mörk. Glæsilegar aðstæður voru til knattspyrnuiðkunar, hægur norðan-andvari og blautur völlur og sýndu liðin oft á tíðum glæsilega knattspyrnu.

Augnabliksmenn komust í 1-0 eftir um 5 mínútna leik Þar sem þeir sluppu óþarflega létt upp vinstri kant og gáfu fyrir og kláraði Elvar Freyr Arnþórsson sitt væri vel. Um miðjan síðari hálfleik sluppu Augnabliksmenn aftur í gegn og endaði sú sókn með sjálfsmarki og staðan orðin 0-2. Verulega óvænt þar sem Víðismenn voru mun meira með boltann og sóttu stíft. Höfðu átt skot í slá rétt fyrir annað mark Augnabliksmanna. Víðismönnum tókst þó að minnka muninn með marki frá Eiríki Viljari fyrir hálfleik og var staðan 1-2 í leikhléi.

Seinni hálfleik áttu Víðismenn svo til en eins og fótboltinn er að þá sluppu Augnabliksmenn einu sinni í gegn og skoruðu fljótlega í hálfleiknum og settu stöðuna í 1-3 með öðru marki frá Elvari Frey.  Okkar menn héldu stórsókn sinni áfram og uppskáru tvö mörk áður en yfir lauk og endaði leikurinn því 3-3. Viktor Gísla sem átti glimrandi leik skoraði glæsimark og skoti utan teigs sem markamaður Augnabliksmanna átti ekkert í. Atli Rúnar skoraði svo sitt annaði mark í leiknum þegar hann tyggði okkur jafnteflið en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfmarkið í fyrri hálfleik.

Sárabót að ná jafntefli úr því sem komið var, en sanngjarnara hefði verið ef Víðismenn sigruðu þennan leik þar sem færi þeirra og leikur var mun beittari en andstæðinganna.

 

Áfram Víðir !