Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur á KFG í Garðabæ

Víðismenn unnu góðan sigur á KFG í Garðabæ í gærkvöldi. Lokatölur urðu 1-5 Víðismönnum í vil þrátt fyrir að hafa spilað einum færri í um 65 mínútur.

Gunnar Hilmar Kristinsson kom Víðismönnum í 0-1 með laglegu skoti fyrir utan teig en KFG jafnaði hins vegar leikinn skömmu síðar með skallamarki eftir hornspyrnu. Stuttu seinna fékk Davíð Hallgrímsson sitt annað gula spjald og þar með rautt og Víðismenn því orðnir einum færri. Við þetta spýttu okkar menn í lófana og skoruðu tvö mörk fyrir leikhlé. Það fyrra gerði Ólafur Ívar Jónsson beint úr aukaspyrnu og seinna markið gerði Björn Bergmann Vilhjálmsson eftir klafs í vítateig KFG manna. Staðan því 1-3 í hálfleik Víðismönnum í vil.

Í seinni hálfleik voru Víðismenn betri aðilinn þrátt fyrir að vera einum færri og bættu við tveimur mörkum. Eiríkur Viljar Kúld gerði fjórða mark Víðismanna og Atli Rúnar Hólmbergsson það fimmta. Okkar menn fengu einnig fimm dauðafæri í viðbót einir á móti markmanni og voru klaufar að bæta ekki við fleiri mörkum. En virkilega góður 1-5 sigur staðreynd og sitja Víðismenn í 2.sæti riðils síns með 7.stig.

 

Næsti leikur er fimmtudaginn 9.júní kl.20:00 á Garðsvelli. Leikið er gegn KB úr Breiðholti sem eru á toppi riðilsins og því um hörkuleik að ræða.

Áfram Víðir !

Einar Dan. / GJS