Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Ný klukka í afmælisgjöf

Í tilefni af 75 ára afmæli knattspyrnufélagsins Víðis í Garði á árinu, samþykkti bæjarráð nýlega að gefa Víðismönnum nýja klukku sem sýnir leiktíma og skoruð mörk. Klukkan var vígð í gær þegar Víðismenn sigruðu KB í þriðju deildinni.

Einar Jón forseti bæjarstjórnar afhenti varaformanni Víðis, Gísla Heiðarssyni klukkuna fyrir leikinn og voru myndirnar með greininni teknar við það tækifæri.

 

Úr fundargerð bæarjaráðs sem finna má undir Stjórnsýslu á heimasíðu bæjarins:

147. fundur bæjarráðs Garðs var haldinn miðvikudaginn 25. maí 2011 kl. 08:15 í fundarsal Bæjarskrifstofu Garðs, Sunnubraut 4.

20. Gjöf vegna 75 ára afmælis Víðs
Bæjarráð samþykkir að gefa félaginu í tilefni af 75 ára afmæli þess vallarklukku að verðmæti 520.000.- kr. fjárhæðin tekin af liðnum 0682-9991
Samþykkt samhljóða.


 

Stjórn Víðis þakkar kærlega fyrir þennan hlýja hug sem bæjarráð sýnir félaginu og vonast innilega til að vinstri helmingur klukkunnar verði notaður mun meira en sá hægri í framtíðinni.

Áfram Víðir !