Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðir í efsta sæti A-riðils.

Eftir glæsilegan 1-0 sigur á KB mönnum í gærkvöldi, sitja Víðismenn einir á toppi síns riðis. Leikurinn fór fram í sól en stífum vindi sem gerði leikmönnum erfiðara að hemja knöttinn og spila saman. Okkar líð sótti þó mun meira og áttu þó nokkur færi sem hefðu, með smá heppni, getað endað með marki.

Sigurmarkið og eina mark leiksins kom á 16 mínútu leiksins og skoraði Eiríkur Viljar það eftir glæsilegt samspil okkar manna. Er hann í hópi markahæstu manna í þriðjudeildinni með sex mörk.

KB menn voru nokkuð heppnir að Víðismenn voru ekki á skotskónum þennan daginn þar sem töluvert var af fínum marktækifærum.

KB-menn áttu sínar skyndisóknir í leiknum sem ekki ógnuðu mikið nema á 89. mínútu leiksins fiskuðu þeir víti sem að Rúnar Þór markmaður varði glæsilega og sigur í höfn.

Eftir fjórar umferðir er staðan í A-riðli þriðju deildar þannig:

1.   Víðir                            10 stig
2.   KB                                 9 stig
3. - 4. Augnablik                  7 stig
3. - 4. Vængir Júpíters         7 stig

 

Áfram Víðir !