Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðir efstir eftir tvo sigurleiki.

Eins og þeir sem þessa heimasíðu heimsækja hafa tekið eftir, hefur verið lítið af fréttum af okkar fólki hér undanfarið. Það þýðir þó ekki að ekki sé verið að spila fótbolta í Garðinum, síður en svo. Önnur verkefni hafa verið í forgangi s.s. Sólseturshátið og annað.
Hér vantar líka fleiri penna og einhverja sem til eru að safna upplýsinum og læra að setja inn efni. Þeir sem áhuga hafa á að koma að heimasíðu félagsins eru beðnir um að hafa samband við íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Garðs á netfangið gudbrandurjsatsvgardur [dot] is

Það nýjasta sem er að frétta af okkar liði er að þeir sitja einir efstir í sínum riðli í þriðju deildinni. Tveir stórir sigrar náðust í síðustu leikjum og liðið að tryggja efsta sætið.

Sjá stöðu hér á heimasíðu KSÍ: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24188

 

 

Víðismenn léku við Stál úlf hér á föstudagskvöldinu á Sólseturshátiðinni og sigruðu þann leik 6 - 0.

Lið Víðis í leiknum gegn Stál úlfi.

Stefan Stanisic - Georg Sigurðsson (Eysteinn Már Guðvarðsson), Atli Þór Jóhannsson (Rúnar Dór Daníelsson), Einar Daníelsson, Ólafur Ívar Jónsson (Andri Þór Guðjónsson) - Atli Rúnar Hólmbergsson, Sigurður Elíasson (Hafsteinn Ingvar Rúnarsson), Viktor Gíslason, Eiríkur Viljar Kúld - Björn Bergmann Vilhjálmsson, Davíð Hallgrímsson (Jón Ragnar Ástþórsson)

Markaskorarar gegn Stál úlfi:

1-0 Davíð Hallgrímsson (víti)
2-0 Björn Bergmann Vilhjálmsson (víti)
3-0 Eiríkur Viljar Kúld
4-0 Atli Rúnar Hólmbergsson
5-0 Björn Bergmann Vilhjálmsson
6-0 Eiríkur Viljar Kúld

 

Víðir lék svo leik í gærkvöldi 30. júní á Ásvöllum í Hafnarfirði við Markaregn, og sigraði þann leik 0 - 7

Lið Víðis á móti markaregni:

Rúnar Dór Daníelsson (Stefan Stanisic) - Hafsteinn Ingvar Rúnarsson, Atli Þór Jóhannsson, Einar Daníelsson, Ólafur Ívar Jónsson - Gunnar Hilmar Kristinsson (Atli Rúnar Hólmbergsson), Björn Bergmann Vilhjálmsson, Viktor Gíslason, Eiríkur Viljar Kúld - Magnús Ólafsson (Jón Ragnar Ástþórsson), Davíð Hallgrímsson (Georg Sigurðsson)

Markaskorarar:
0-1 Magnús Ólafsson
0-2 Einar Daníelsson
0-3 Eiríkur Viljar Kúld
0-4 Eiríkur Viljar Kúld
0-5 Eiríkur Viljar Kúld
0-6 Hafsteinn Ingvar Rúnarsson
0-7 Einar Daníelsson

 

Næsti leikur er gegn Vængjum Júpíters og fer hann fram fimmtudaginn 7.júlí kl 20:00 á gervigrasinu við Egilshöll.

Áfram Víðir !

ED/GJS