Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Enn einn sigurinn.

Víðismenn unnu Vængi Júpíters 0-2 á gervigrasinu við Egilshöll í kvöld.

Einar Daníelsson kom Víðismönnum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu snemma leiks og Eiríkur Viljar Kúld bætti svo við öðru marki um miðjan síðari hálfleik.

Liðið í kvöld:
Rúnar Dór Daníelsson - Georg Sigurðsson, Atli Þór Jóhannsson (Gunnar Hilmar Kristinsson), Einar Daníelsson, Ólafur Ívar Jónsson - Atli Rúnar Hólmbergsson, Viktor Gíslason, Björn Bergmann Vilhjálmsson, Eiríkur Viljar Kúld (Jón Ragnar Ástþórsson) - Davíð Örn Hallgrímsson (Sigurður Elíasson), Magnús Ólafsson (Hákon Stefánsson).
 

Eftir átta umferðir er staðan í A-riðli þriðju deildarinnar er þannig Víðismenn eru efstir með 22 stig en Augnablik fylgir fast á eftir með 19 stig. Síðan koma KB og KFG þar rétt á eftir, og eru næstu þrír leikir Víðis við þess þrjú lið sem næst koma í stigatöflunni, Júlí mánuður er því spennandi fótboltamánuður fyrir okkur Víðismenn og er duga eða dr... fyrir okkar menn.  

Næst leikur Víðir á móti Augnablik þann 14. júlí kl. 20:00 á Versalavelli í Kópavogi og verður það uppgjör tveggja efstu liðanna í riðlinum og er skyldumæting stuðningsmanna Víðis á þann leik.

þar á eftir kemur heimaleikur gegn KFG þann 21. júlí kl. 20:00 sem einnig er skyldumæting á. Ef allt gengur  óskum ætti efsta sætið vera nokkuð tryggt fyrir þriðja leikinn í þessari leikjaröð við efstu liðin, en þá leikum við gegn KB þann 26. júlí kl. 20:00  á Leiknisvellinum í Breiðholtinu.

Áfram Víðir !

ED/GJS