Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fyrsta tap sumarsins staðreynd

Augnabliksmenn voru voru heldur sprækari í fyrri hálfleik og komust yfir eftir 20 mínútna leik þegar varnarmaður þeirra skallaði boltann inn eftir hornspyrnu. Slæm dekkning hjá Víðismönnum. Skömmu seinna átti Atli Rúnar Hólmbergsson skalla í þverslánna eftir hornspyrnu en því miður vildi boltinn ekki inn.

Augnablik beitti mikið af stungusendingum enda með mjög fljóta kantmenn og skapaðist nokkur hætta af þeim en vörn Víðis og góður markvörður sáu við þeim.
Víðismenn voru mun frískari í síðari hálfleik og sóttu nokkuð án þess þó skapa sér hættuleg færi og áttu í raun bara eitt skot marki í síðari hálflei. Svekkjandi liðið hafi ekki náð nýta sóknir sínar betur í leiknum.
Lokatölur urðu 1-0 fyrir Augnablik sem jöfnuðu þar með Víðismenn stigum en hafa betri markatölu og verma því toppsætið.

Lið Víðis í gær:
Rúnar Dór Daníelsson - Viktor Gíslason, Atli Þór Jóhannsson, Einar Daníelsson, Ólafur Ívar Jónsson - Atli Rúnar Hólmbergsson, Davíð
Hallgrímsson (Sigurður Elíasson), Gunnar Hilmar Kristinsson, Eiríkur Viljar Kúld, Björn Bergmann Vilhjálmsson (Georg Sigurðsson) – Magnús Ólafsson

Næsti leikur Víðismanna er fimmtudaginn 21.júlí kl. 20:00 en þá kemur lið
KFG úr Garðabæ í heimsókn á Garðsvöll.