Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Víðismenn að gefa eftir í toppbaráttunni.

Víðismenn töpuðu öðrum leik sínum í röð í gær þegar lið KFG kom í
heimsókn. Fjórir nýjir leikmenn hafa gengið í raðir Víðis og voru þrír
þeirra með í leiknum í gær. Haraldur Axel Einarsson og Hörður Ingi Harðarson komu aftur á heimaslóðir frá Njarðvík, Guðni Páll Kristjánsson
kom frá ÍR og Magnús Már Þorvarðarson frá KB.

Leikurinn í gær var nokkuð jafn en þó gekk KFG mönnum betur spila
boltanum á milli sín og skapa sér hættulegri færi. Sóknarleikur Víðismanna
var of tilviljunarkenndur eins og í síðasta leik og miðja liðsins er of
götótt og þurfa leikmenn fara spýta í lófana ef þeir ætla sér í
úrslitakeppnina því liðið datt niður í þriðja sæti riðilsins eftir tapið í
gær.

Víðismenn byrjuðu leikinn þokkalega og komst Eiríkur Viljar Kúld einn gegn
markmanni KFG um miðan fyrri hálfleik en skaut hárfínt framhjá markinu.
Magnús Ólafsson átti einnig fínan skalla marki eftir gott samspil en
markvörður KFG varði vel. KFG komst svo yfir með marki á 34 mínútu
leiksins þegar boltinn barst á fjærstöng þar sem leikmaður þeirra var einn
og óvaldaður og kom boltanum auðveldlega í netið og staðan í hálfleik 0-1
gestunum í vil. Víðismenn reyndu sækja í seinni hálfleik og voru oft
nálægt því komast í álitlegt færi en vantaði herslumuninn til klára
sóknir sínar. KFG skoraði svo sitt annað mark á lokamínútum leiksins og
tryggði sér þar með 0-2 sigur í leiknum. Mikil vonbrigði fyrir Víðismenn
sem sitja eins og áður segir í 3.sæti A-riðils.

Lið Víðis í leiknum:
Rúnar Dór Daníelsson - Guðni Páll Kristjánsson, Atli Þór Jóhannsson, Atli
Rúnar Hólmbergsson, Ólafur Ívar Jónsson - Haraldur Axel Einarsson, Gunnar
Hilmar Kristinsson (Vilhjálmur M. Atlason), Davíð Örn Hallgrímsson (Jón
Ragnar Ástþórsson), Björn Bergmann Vilhjálmsson - Magnús Ólafsson (Hörður
Ingi Harðarson), Eiríkur Viljar Kúld.

Næsti leikur er strax á þriðjudaginn en þá fara Víðismenn í Breiðholtið og
mæta liði KB sem er í öðru sæti A-riðils og því nauðsynlegt fyrir okkar
menn sigri. Leikurinn hefst kl.20:00 á gervigrasvelli Leiknis í
Breiðholtinu.