Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Nágrannaslagur á Garðsvelli

á fimmtudag 4. ágúst kl. 19:00 leika Víðismenn við lið Þróttar úr Vogunum. Sem stendur eru Þróttur í fimmta sæti riðilsins og hafa unnið síðustu þrjá leiki sína á meðan að Víðismenn hafa tapað síðustu þrem leikjum sínum og fallið úr toppsæti riðilsins niður í það þriðja.
Vonandi ná okkar menn að rífa sig upp og landa sigri á fimmtudag. Ekki viljum við festast í viðjum vanans og fara að tapa fleiri leikjum.

Í félagsskiptaglugganum, sem nú hefur verið lokað, komu sex leikmenn til Víðis úr öðrum liðum. Fjórir hafa verið nefndir hér í fyrri frétt en þeir tveir sem ekki hafa verið nefndir áður eru Einar Sigurðsson 20 ára sóknarmaður og Valtýr Gíslason 20 ára varnarmaður en báðir leikmenn koma að láni frá Þrótti Reykjavík.

Spennandi verður að sjá hvernig nýjir leikmenn koma til með að smella í liðið.

Allir á völlinn.........Áfram Víðir !

 

Er ekk mál til komið að rifja upp þetta lag ?

Víðislagið

Áfram Víðir

Víðir í Garði geysist fram á völlinn
Gott er að heyra hróp og frammí köllin
Að skora með víti eða viljanum einum saman
Sýnir hvað í okkur býr já nú er gaman

Víðir í Garði
Víðir í Garði
Áfram Víðir vinnum bikarinn
Víðir í Garði
Víðir í Garði
Áfram Víðir vinnum bikarinn

(Talað: Komiði sæl, Það er að færast mikil harka
Í þennan leik, Óli Róberts er með knöttinn og hann reynir skot en framhjá
Það hefur strokið varnarmann)

 

Leikurinn æsist nú er að duga eða drepast
Áfram Víðir ekki þýðir að slæpast
Liðið riður fremstu deild með látum
Sigur þræðum við með drengjum kátum

Víðir í Garði
Víðir í Garði
Áfram Víðir vinnum bikarinn
Víðir í Garði
Víðir í Garði
Áfram Víðir vinnum bikarinn

(Talað: Komiði sæl, eins og allir vita þá skaust Víðir upp í Fyrstu deild,
Nei, þetta er ekkert annað en víti)
(Öskrað: Víðir í Garði Áfram Víðir,
Víðir í Garði Áfram Víðir, Víðir í Garði
Áfram Víðir, Víðir í Garði Áfram Víðir )
(Talað: Guðjón geysist fram og reynir skot með vinstri fæti en kixar)

Við getum sungið saman á góðum stundum
Og gleðjumst yfir góðum vinafundum
Í fyrstu deild við sýnum hvað hver getur
Og æfum af kappi og keppum í allan vetur

Víðir í Garði
Víðir í Garði
Áfram Víðir við unnum bikarinn
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Áfram Víðir við unnum bikarinn (Áfram Víðir)
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Áfram Víðir við unnum bikarinn (Áfram Víðir)
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Víðir í Garði (Áfram Víðir)
Áfram Víðir við unnum bikarinn (Áfram Víðir)