Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Stórsigur í nágrannaslag.

Víðismenn unnu í gærkvöldi 5-1 sigur á Þrótti Vogum. Einar Sigurðsson kom Víðismönnum yfir strax í upphafi leiks þegar hann fékk góða sendingu inn fyrir vörn Þróttara og kláraði færi örugglega. Á 12. mínútu kom Eiríkur Viljar Kúld Víðismönnum í 2-0 með skoti sem hafði viðkomu í varnarmanni Þróttara. Eftir þetta slökuðu Víðismenn full mikið á og hættu láta boltann ganga stutt og hratt og fóru senda langar sendingar fram sem ekkert kom út úr. Þróttarar komust þar með meira í boltann og náðu minnka muninn eftir hálftíma leik þegar Jón Ingi Skarphéðinsson, fyrrverandi leikmaður Víðis, slapp inn fyrir vörn Víðis og skoraði fram hjá Rúnari í markinu. Staðan því í hálfleik 2-1.

Í síðari hálfleik voru Víðismenn mun sterkari aðilinn og bættu við þremur mörkum. Einar Sigurðsson skoraði sitt annað mark í leiknum á 50.mínútu og það gerði Eiríkur Viljar Kúld einnig á þeirri sjötugustu. Björn Bergmann Vilhjálmsson átti svo lokaorðið í leiknum þegar hann fylgdi á eftir eigin vítaspyrnu sem markvörður Þróttar hafði varið. Lokastaðan því 5-1 okkar mönnum í vil og baráttan um sæti í úrslitakeppninni heldur áfram.

Á köflum var geysilega gaman fylgjast með Víðisliðinu þar sem boltinn gekk manna á milli og yfirvegunin og þolinmæðin slík ætla mætti við hefðum keypt fimm spænska landsliðsmenn í félagsskiptaglugganum í júlí. Slík spilamennska skapaði öll tækifæri okkar og áttu Þróttarar ekki möguleika í leiknum þegar þessi yfirvegun var yfir okkar líði.

 

Lið Víðis í leiknum:

Rúnar Dór Daníelsson (Stefan Stanisic) - Guðni Páll Kristjánsson, Atli Þór Jóhannsson (Valtýr Gíslason), Einar Daníelsson, Hafsteinn Ingvar Rúnarsson (Ólafur Ívar Jónsson) - Viktor Gíslason, Atli Rúnar Hólmbergsson (Davíð Örn Hallgrímsson), Haraldur Axel Einarsson (Gunnar Hilmar Kristinsson) - Björn Bergmann Vilhjálmsson, Eiríkur Viljar Kúld, Einar Sigurðsson.

 

Næsti leikur Víðismanna fer fram fimmtudaginn 11.ágúst kl.19 á gervigrasinu við Kórinn í Kópavogi en þá sækja þeir lið Stálúlfs heim.

Áfram Víðir !

ED/GJS