Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Einn stærsti sigur Víðis í sögu meistaraflokks

Víðismenn unnu stórsigur á Stál-úlfi í næst síðasta leik sínum í A-riðli þriðju deildar. Lokatölur urðu 0-14 okkar mönnum í vil eftir staðan í hálfleik hafði verið 0-7. Eiríkur Viljar Kúld (mynd sem fylgir greinskoraði 5 mörk, Davíð Örn Hallgrímsson 3 mörk, Einar Sigurðsson 2 mörk og þeir Björn Bergmann Vilhjálmsson, Haraldur Axel Einarsson, Ólafur Ívar Jónsson og Atli Rúnar Hólmbergsson sitt markið hver.

 

Lið Víðis í leiknum:

Stefan Stanisic - Guðni Páll Kristjánsson, Valtýr Gíslason (Atli Þór Jóhannsson), Einar Daníelsson (Gunnar Hilmar Kristinsson), Ólafur Ívar Jónsson - Atli Rúnar Hólmbergsson, Viktor Gíslason, Haraldur Axel Einarsson (Davíð Örn Hallgrímsson) - Björn Bergmann Vilhjálmsson (Jón Ragnar Ástþórsson), Eiríkur Viljar Kúld, Einar Sigurðsson (Rúnar Dór Daníelsson).

 

Síðasti leikur Víðismanna í riðlinum er fimmtudaginn 18.ágúst kl.20:00 þegar þeir taka á móti Markaregni á Garðsvelli.