Núna fimmtudaginn 18. ágúst fer fram lokaumferð A riðils í þriðju deildinni. Okkar lið leikur sinn síðasta leik hér á Víðisvellinum gegn Markaregni og hefst leikurinn kl. 19:00. Markaregn er í sjöunda, eða næst síðasta sæti riðilsins.
Sigur er það eina sem kemur til greina ef við ætlum að eiga von um sæti í úrslitakeppni þriðju deildarinnar og að sama skapi þurfum við að treysta á að Vængir Júpíters sigri eða geri jafntefli við KB á sínum heimavelli þar sem KB hefur tveggja stiga forskot á okkur. Við erum með töluvert betri markatölu en KB svo ef liðin enda jöfn að stigum, þá endum við í öðru sæti á markamun.
Lið Augnabliks sem er í efsta sætinu leikur sinn síðasta leik á móti Stál Úlfi og verður að teljast harla ólíklegt að Þeir tapi þeim leik.
Hvetjum alla Garðbúa til að mæta á völlinn á fimmtudaginn.
Áfram Víðir !