Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sumarfrí hjá meistaraflokk

Þrátt fyrir góðan sigur hjá Víðisliðinu á Markaregni í gærkvöldi þá sitjum við eftir í þriðja sæti A-riðils deildarinnar og tökum ekki þátt í úrslitakeppni þriðju deildarinnar. Meistaraflokkur karla er því kominn i frí frá keppni þetta árið.

Leikurinn í gær var eign okkar liðs og með öllu réttu hefði sigurinn átt vera töluvert stærri. Leikurinn endaði 3-1 og var Víðisliðið með boltann 85% af leiknum og áttu ein sex færi þar sem erfiðara virtist klúðra en koma boltanum inn en allt kom fyrir ekki. Við komumst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Einari Sigurðssyni og Davíð Erni Hallgrímssyni. Eina færi Markaregns í fyrri hálfleik kom á 40 mínútu og skoraði Viktor Ingi Sigurjónsson eina mark þeirra í leiknum úr þessu færi. Staðan 2-1 í hálfleik.

Haraldur Axel Einarsson skoraði svo þriðja mark okkar manna eftir hafsjó færa Víðisdrengja, sem virtust bara alls ekki ætla koma boltanum í Mark andstæðinganna.

Eftir tímabilið er Eiríkur Viljar Kúld markahæsti leikmaður þriðju deildarinnar með 21 mark í 14 leikjum.

Flottur leikur en grátleg niðurstaða sumarsins staðreynd, þar sem KB menn unnu sinn leik á útivelli gegn Vængjum Júpíters og halda því öðru sæti riðilsins sem gefur sæti í áðurnefndri úrslitakeppni.

 

Áfram Víðir !