Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Fyrirlestraröð Víðis.

Miðvikudaginn 12. október fer fram annar fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Víðis. Matti Ósvald Stefánsson mun ræða ýmsa hegðun mannfólksins í tengslum við heilbrigt líferni.

Fyrirlesturinn byrjar kl. 20:00 í Víðishúsinu og kostar 1000kr. inn.

Allir velkomnir.

 

 

-Heilbrigð skynsemi - Heilsunnar vegna

      “Farðu varlega í lestur heilsubóka. Þú gætir dáið úr prentvillu.”

                                                                                           Mark Twain  

 

Hver eru 6 lykilatriði heilbrigðs lífsstíls?

Mikið til af rannsóknum og niðurstöðum um heilsu = Einfalt?

Hvaða atriðum erum við oft klikka á?

Vandamálið með matar-æðið.

Lögmálið sem of margir gleyma þegar kemur heilsunni.

,,, og ýmislegt fleira nýtanlegt og skemmtilegt.

 

Matti Ósvald Stefánsson  M.Th.-NLP Pr. 

er Heilsuráðgjafi og nuddari frá The International Professional School of Bodywork í San Diego CA. og NLP Pract. Frá The NLP institute of Los Angeles 1992.

Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra á síðustu árum, þar sem hann miðlar reynslu sinni af þúsundum lífsstílsviðtala síðustu 19 ára.

Hann hefur starfað  á Íslandi í tæp 20 ár og segir að jafnvægi milli innra og ytra lífs okkar, þegar kemur að lífsstílnum, sé ein af grunnstoðum góðrar heilsu.

 

Áfram Víðir !