Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Myndir frá skötuveislu Víðis

Hin árlega skötuveisla Víðis fór fram þann 16. desember s.l. og mætti fjöldi manns og bragðaði á ljúffengu fiskihlaðborði, sem þar er í boði, en alltaf er boðið upp á plokkfisk, siginn fisk, nætursaltaða ýsu og ýmislegt fleira  með skötunni.

Sigurgeir Þór Svavarsson aðstoðaði unglingaráð Víðis þennan dag og var í sífellu munda myndavélina og hefur sett myndir frá skötuveislunni inn á facebook síðu sína.  
Með þessari frétt sjá þrjár af þeim myndum sem Sigurgeir tók þennan dag. Verst góða lyktin skuli ekki nást á mynd :)

Áfram Víðir !