Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

þorrablót Víðis og Ægis um helgina

Á laugardaginn brestur á stærsta þorrablótið á Suðurnesjum hér í Garðinum en uppselt er á blótið. Eitthvað er þó um fólk forfallast og skila miðum, svo ef fólk hefur enn ekki tryggt sér miða er hægt er kanna hjá Þorsteini Jóhannssyni hjá Björgunarsveitinni Ægi í síma 896 7706 eða í Guðlaugu Sigurðardóttur hjá Knattspyrnufélaginu Víði í síma 663 7940 hvort þau lumi á miðum.

Á Þorrablótinu, sem haldið er í íþróttahúsinu í Garðinum verður margt til skemmtunar fyrir utan yndislegan þorramatinn. Þar er glæsilegt hlaðborð þjóðlegra rétta í bland við glæsilega skemmtidagskrá. Veislustjóri verður hinn þjóðkunni Gísli Einarsson úr Landanum og hljómsveitin Papar halda uppi fjörinu allt kvöldið. Leikfélag Keflavíkur kemur með óvænt atriði og von er á Guðna Ágústssyni fyrrum landbúnaðarráðherra á svið. Þá verða Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson í liði skemmtikrafta og síðast en ekki síst þá munu Víðisfilm frumsýna nýja mynd og sýna lífið í Garðinum í hnotskurn.    Víði-FiLm kynning - 1

Góða skemmtun Garðbúar sem og aðrir gestir.

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af vef Víkurfrétta.
Smella á myndina frá hófinu og skoða myndsafn frá þorrablótinu í fyrra, á vef Víkurfrétta.

 

 
Frá þorrablótinu í Garðinum 2011