Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Mikil ánægja með blótið í Garðinum.

Fjöldi manns skemmtu sér konunglega á þorrablótinu hér í Garðinum í gær sem við Víðismenn ásamt björgunarsveitinni Ægi standa saman . Löngu uppselt var á blótið og mikil spenna í loftinu, enda þétt skemmtidagskrá allt kvöldið og flott hljómsveit mætt á svæðið.


Presturinn okkar Sigurður Grétar bauð gesti velkomna og fór með gamanmál eins og hans er von og vísa. Gísli Einarsson umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Landans fór á kostum við veislustjórn, Guðni Ágústsson var ræðumaður kvöldsins og hefur einhvern tímann áður farið með skemmtilegar ræður. Vanur maður þar á ferð og ávallt fyndinn. Jón Jónsson steig á stokk og tók nokkur lög og fékk fólk til syngja með. VíðisFilm frumsýndu mynd á risaskjá. Skemmtilegir "sketsar" og mikið hlegið. Fengu nokkrir Garðbúar nett skot frá strákunum úr VíðisFilm í þessari mynd.

Hljómsveitin Papar léku svo undir dansi fram á Rauða nótt.

Ekki gleyma aðalatriði kvöldsins en það var vissulega þorramaturinn sem var í höndum Axels Jónssonar og hans starfsfólks. Gaman er skynja þá breytingu sem verður á gestum þegar allir hafa belgt sig út af góðum Íslenskum þorramat. Stemmingin róast óneitanlega aðeins eftir borðhaldi lýkur.


Stjórn Víðis og unglingaráð vilja þakka samstarfsaðilanum, Björgunarsveitinni Ægi, fyrir frábært samstarf og þeim hátt í eitthundrað sjálfboðaliðum sem þessu koma, kærlega fyrir þeirra framlag.

Áfram Víðir !

  
Tveir formenn.                                                       Horft yfir salinn.

 

  
Salurinn klár.                                                          Þrjár pæjur á þorrablóti í Garðinum.