Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Úrslit helgarinnar.

Um helgina fóru fram hér í íþróttamiðstöðinni í Garðinum fjórir riðlar hjá yngri flokkum í futsal.

4.flokkur drengja Reynir/Víðir lék á föstudag og þrátt fyrir góða frammistöðu töpuðust allir leikirnir. Þeir fóru svo í gær sunnudag og tóku þátt í Njarðvíkurmóti sem fram fór í Reykjaneshöllinni í Keflavík og gekk drengjunum ívið betur þar.

5.flokkur drengja byrjuðu svo í gærmorgun sunnudag og voru þeir yfirspilaðir í leikjunum sem töpuðust allir. Leikur drengjanna fór vaxandi og ætla þeir setja allt í botn á æfingum og koma sterkir inn í sumarið.

4.flokkur kvenna tók svo við af drengjum í fimmta flokki og unnu þær alla sína leiki nema einn á móti Breiðablik sem sigraði þennan riðil. Stelpunar fara því áfram í milliriðil. Til hamingju stúlkur.

Dagurinn í gær endaði svo á 5.flokki kvenna Reyni/Víði sem sátu eftir í þriðja sæti riðilsins eftir einn sigur, eitt jafntefli og tvö töp.

Úrlsit leikja má sjá á heimasíðu KSÍ.

Áfram Víðir !

 

 
Hlé á milli leikja.                                                       Sáttar í mótslok. Komnar áfram.


Lið Vestmannaeyja í mótinu.                                   Lið Álftaness í mótinu.