Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Sigur gegn KH

Í dag kl. 14:00 léku, í Reykjaneshöllinni Víðir og KH og lauk leiknum með 1 - 0 sigri okkar manna, þar sem Ólafur Ívar aðstoðarþjálfari skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu.
Víðisdrengir sóttu heldur meira og voru nær því skora, en Einar Karl fékk tvö "einn á markmann" færi og skaut í stöng og síðan framhjá. Vel gert hjá Einari þar sem hann skildi varnarmenn KH eftir í skapaði sér færin. Óli Ívar átti einnig upplagt færi í seinn hálfleik þar sem hann fór í gegnum 4 varnarmenn KH en skaut hárfínt framhjá.

Næsti leikur okkar drengja verður eftir tvær vikur eða laugardaginn 14. apríl kl. 16:00 gegn KFG og verður leikurinn í Reykjaneshöllinni.

Glæsileg byrjun og vonum þetta gefi liðinu aukið sjálfstraust fyrir sumarið.

Áfram Víðir !