Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Þriðja sætið staðreynd.

Ekki riðu Víðismenn feitum hesti úr viðureign sinn i við KFG en lið okkar tapaði 0 - 6.

Leikurinn var ekki eins ójafn og tölurnar gefa til kynna. Staðan í hálfleik var 0 - 0 en síðan gera KFG menn tvö mörk mjög fljótlega í seinni hálfleik og við það brast varnarmúr Víðisliðsins og stórtap staðreynd.

Mikið var um breytingar á leikmönnum í leiknum þar sem verið er leyfa mörgum ungum Víðisdrengjum spreyta sig. Sjö leikmannaskiptinar voru gerðar í leiknum.

Víðir hefur lokið leik í Lengjubikarnum þetta vorið nokkuð sáttir við niðurstöðuna þar sem verið er tefla fram ungu liði og meira hugsað til framtíðar þessa stundina. Reyndar þarf laga markaskorunina hjá liðinu og vonum við það hafist strax í sumar.

Fjórir leikir, einn sigur, eitt jafntefli og tvö töp.

   Víðir    4 1 1  2    2  -  10 -8   4

 

Úrslit leikja og stöðuna í Lengjubikarsriðli Víðis sjá með smella hér.

 

Næsti leikur liðsins er í bikarkeppni KSÍ þann 8. maí.

Þri. 08. maí.kl.  19:00 Árborg  -  Víðir            Selfossvöllur