Velkomin á heimasíðu Knattspyrnufélagsins Víðis

Mikil þátttaka í Víðavangshlaupi Víðis

Víðavangshlaup Víðis fór fram í morgun í blíðuveðri á æfingasvæði Víðis. Mikil og góð þátttaka var og eiga foreldrar í Garðinum þakkir skyldar fyrir mæta svona vel með börnin, enda lítið annað hægt þegar sumarið bíður góðan daginn eins og það gerði í morgun.

Hlaupið fer þannig fram leikskólabörnin hlaupa um 70m. sprett og síðan hlaupa tveir árganga grunnskólans saman og vegalengdin lengist aðeins með hverju hlaupinu. 9. og 10. bekkur grunnskólans hleypur m sprett.Drengir og stúlkur hlaupa í sér hópum, þannig ræstir eru út 11 hópar krakka og rúsínan í pulsuendanum er svo foreldrahlaupið þar sem foreldrar spretta um 50m. vegalengd.

Eftir hlaupið fengu allir djús og prins póló.

Unglingaráð Víðis þakkar öllum sem mættu í morgun.

Áfram Víðir !